Lækjarbakki , 460 Tálknafjörður
31.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
5 herb.
188 m2
31.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1955
Brunabótamat
65.250.000
Fasteignamat
30.700.000

DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir;

Lækjarbakki er vel staðsett og reisulegt einbýlishús á Tálknafirði.

Hér er um að ræða einbýlishús á 2 hæðum sem er skráð 118,7 fm ásamt STÓRUM Bílskúr sem er 70 fm! Samtals eru þetta 188,7 fm.

Húsið sjálft var byggt árið 1955 en bílskúrinn var byggður árið 1986. Bílskúrinn er 70 fm með gönguhurð, bílskúrshurð og varmadælu. Hátt er til lofts í bílskúr og stórir gluggar er á báðum hliðum.
Lóðin er 600 fm, þetta er leigulóð í eigu hreppsinns.
Gróin lóð er fyrir framan hús, matjurtargarður er við hlið hússins.
Í húsinu eru 4 svefnherbergi.

Húsið stendur í hjarta bæjarinns í miðjum bænum með óskertu útsýni niður á höfn og út á sjó.


Lýsing á eign; Gengið er inn í forstofu.
Inn af forstofu er rúmgott hol með parket a gólfi, en þaðan er gengið til hægri inn í stofu og í rúmgott svefnherbergi.
Á vinstri hönd er rúmgott eldhús með búri innaf, eldhúsið er með eldri innréttingu sem þarfnast endurnýjunar.
Baðherbergi með salerni, innréttingu og baðkari. Flísar eru á gólfi.
Barnaherbergi með parketi.
Gengið er upp timbur stiga á efri hæðina, þar eru 2 rúmgóð herbergi ásamt holi.

* Húsið þarfnast viðhalds að innan og utan
 

Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.