Langahlíð 7, 465 Bíldudalur
27.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
5 herb.
171 m2
27.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1947
Brunabótamat
66.750.000
Fasteignamat
27.650.000

DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir;

Spennandi einbýlishús í MILLAHVERFINU á Bíldudal eins og það er kallað!

Langahlíð 7 á Bíldudal stendur fyrir ofan götu, húsið er þó altaf kallað Hof.
Þetta er steypt einbýlishús á 2 hæðum. Efri hæðin er skráð 84,8 fm. Neðri hæðin er 50,1 fm og bílskúrinn sem stendur sér við hlið hússins er skráður 36,1 fm. Samtals eru þetta 171,1 Fm. Lóðin er stór og skógi vaxin að hluta til.


Eigendur eru búnir að skipta um þak, neysluvatnslagnir, hitakút, skolp og búið er að kaupa nýja rafmagnstöflu sem fylgir með eigninni.

Lýsing á eigninni; 
Gamli tíminn stendur enn í steyptu handrið með járnhliði þegar að komið er að húsinu. Gengið er upp steyptar tröppur, fyrst er komið að hurð sem er inngangur í þvottahús á neðri hæðinni. Ef gengið er upp allar tröppurnar er gengið inn í forstofu efri hæðar.
Það er tilvalið að breyta neðri hæðinni í sér íbúð, brattur stigi er á milli hæða sem auðvelt er að loka af. 
Efri hæðin;
Þegar upp er komið er gengið inn í flísalagða forstofu, þegar að inn er komið er baðherbergið á hægri hönd. Þar er búið að endurnýja vatnslagnir og endurnýja innréttingu og vask. Einnig er baðkar með sturtuaðstöðu og salerni ásamt handklæðaofni.
Rúmgott hjónaherbergi er á gangi.
Eldhúsið er snyrtilegt, þar er L laga innrétting ásamt skáp á móti, þar er ísskápurinn og búrskápurinn eru staðsettir. Hurð er frá eldhúsinu niður brattan stiga á neðri hæðina.
Stofan er opin og björt, Borðstofuborð stendur við stóran gólfsíðan glugga sem gefa eigninni fallegan svip. Dásamlegt útsýni er yfir garðinn og sjá má út á sjó.
Inn af stofunni er svefnherbergi nr 2. En það mætti vel bæta við svefnherbergi og minka stofuna ef nýjum eigendum vantar fleyri svefnherbergi.
Neðri hæðin:
Eins og áður sagði þá er sér inngangur inn í stórt þvottahús á neðir hæðinni, þar er málað gólf, stór gluggi og búið er að endurnýja neysluvatnstankinn.
Á neðri hæðinni eru svo 2 sverfnherbergi og hol þar sem hægt er að ganga upp í eldhúsið á efri hæðinni.
Búið er að kaupa rafmagnstöflu.

Húsið stendur á einstaklega fallegum stað í hlíðinni, lóðin er 1.200 fm leigulóð, en mikið af trjám er umhverfis húsið. Á baklóðinni eru stórar snúrur og fallegur Burkni vex fyrir aftan hús!
-Húsið er í leigu.

Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.